Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara
Dómnefnd um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara skilaði dómsmálaráðuneytinu umsögn sinni um hæfni umsækjenda 1. september sl.
Dómnefnd um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara skilaði dómsmálaráðuneytinu umsögn sinni um hæfni umsækjenda 1. september sl. Fjórir einstaklingar sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 28. maí sl. en umsóknarfrestur rann út 18. júní. Umsækjendur eru Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, Viðar Már Matthíasson prófessor og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.
Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.
Umsögn dómnefndar (pdf-skjal)