Nr. 53/2010 - Skýrsla um endurskoðun á stjórn fiskveiða
Með vísan til samstarfsyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, starfshóp til þess að vinna að endurskoðun þessari og setja fram valkosti um leiðir til úrbóta.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað af sér vinnu sinni. Formaður starfshópsins, Guðbjartur Hannesson ásamt Birni Val Gíslasyni, afhentu Jóni Bjarnasyni skýrslu starfshópsins nú í dag. Vill Jón Bjarnason af þessu tilefni þakka starfshópnum fyrir mikil og góð störf.
Nú verður skýrslan tekin til ítarlegrar meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og málið unnið áfram þannig að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi nú í vetur.
Á myndinni eru Guðbjartur Hannesson formaður og Björn Valur Gíslason varaformaður starfshóspsins ásamt Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur starfsmanni starfshópsins að afhenda Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrsta eintakið af skýrslu starfshópsins.
Hér fyrir neðan má sjá skýrsluna ásamt fylgiskjölum en skýrslan er enn í undirbúningi fyrir prentun og verður svo sett á heimasíðuna í einni heild þegar hún kemur úr prentun.
Meginskýrsla um endurskoðun á stjórn fiskveiða (1391Kb)
Fylgiskjal 1 - Skipunarbréf starfshópsins(216Kb)
Fylgiskjal 2 - Beiðni til aðila um skipun í starfshóp (42Kb)
Fylgiskjal 3 - Hugmyndir um fiskveiðistjórnun sem taka mið af tillögum varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu íslenska ríkisins, svokölluð samningaleið í sjávarútvegi. Minnisblað Karls Axelssonar og Lúðvíks Bergvinssonar (2535Kb)
Fylgiskjal 4 - Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Skýrsla RHA (803Kb)
Fylgiskjal 5 - Áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Greinagerð Daða Más Kristóferssonar (360Kb)
Fylgiskjal 6 - Umsögn um greinagerð Daða Más Kristóferssonar um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðafyrirtækja. Jón Steinsson (157Kb)
Fylgiskjal 7 - Umsögn um greinagerð Háskólans á Akureyri um áhrif fyrningarleiðar á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirækja. Jón Steinsson (131Kb)
Fylgiskjal 8 - Tilboðsleið: Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar. Þorkell Helgason og Jón Steinsson (208Kb)
Fylgiskjal 9 - Kvótaþing (21Kb)
Fylgiskjla 10 - Fjárhagslegur aðskilnaður veiða og vinnslu (30kb)