Hoppa yfir valmynd
7. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku - Dreifibréf til skólastjórnenda

Samkvæmt 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skulu nemendur í fyrri hluta 10. bekkjar þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.

Til skólastjórnenda, 3. september 2010

Að gefnu tilefni vill mennta- og menningarmálaráðuneytið árétta eftirfarandi:

Samkvæmt 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skulu nemendur í fyrri hluta 10. bekkjar þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku. Samkvæmt sömu lagagrein og reglugerð nr. 435/2009 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla, er skólastjórum heimilt ef gildar ástæður mæla með því og ef samþykki foreldra liggur fyrir að veita nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk. Skólastjórar skulu tilkynna Námsmatsstofnun um þá nemendur sem fá undanþágu frá því að þreyta könnunarprófin og tilgreina ástæður undanþágu.
Um er að ræða undanþágur fyrir:

  • Nemendur með annað móðurmál en íslensku sem geta fengið undanþágu frá því að þreyta samræmt könnunarpróf í íslensku í 4., 7. og 10. bekk. Jafnframt er heimilt að veita þessum nemendum undanþágu frá því að þreyta samræmt könnunarpróf í stærðfræði  hafi þeir dvalið skemur á landinu en eitt ár.
  • Nemendur í sérskólum, sérdeildum og aðra þá nemendur á skyldunámsaldri sem taldir eru víkja svo frá almennum þroska að þeim henti ekki samræmd könnunarpróf.
  • Nemendur sem orðið hafa fyrir líkamlegu eða andlegu áfalli sem gerir þeim ókleift að þreyta samræmt könnunarpróf.

Allir nemendur í 10. bekk grunnskóla skulu þreyta samræmd könnunarpróf haustið 2010 eins og grunnskólalög kveða á um hafi þeir ekki undanþágu í samræmi við ofangreint.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta