Kristrún Heimisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarkona efnahags- og viðskiptaráðherra
Kristrún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur hjá LEX lögmannsstofu, Samtökum iðnaðarins, félags- og tryggingamálaráðuneytinu og umboðsmanni
Alþingis. Hún var framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og hefur kennt lögfræði og heimspeki við Háskólana í Reykjavík, á Akureyri og á Bifröst. Hún var aðstoðarkona utanríkisráðherra 2007-2009. Hún var fulltrúi Íslands í Stoltenberg-nefndinni um öryggis- og varnarmál Norðurlanda 2008-2009, sat í nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar 2005-2007 og var varamaður í Seðlabankaráði 2003-2007 og varaþingmaður 2003-2009.
Kristrún hefur ritað fræðigreinar og haldið fjölda fyrirlestra á sviði lögfræði, réttarheimspeki og alþjóðamála.