Hoppa yfir valmynd
10. september 2010 Forsætisráðuneytið

Breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin taka gildi 1. október 2010.

Með lögunum er brugðist við tilmælum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafa beint til íslenskra stjórnvalda um leið og gerðar eru ýmsar lagfæringar á gildandi lögum sem komu til framkvæmda um mitt ár 2007. Með lögunum og þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar, hefur Ísland skipað sér í fremstu röð ríkja á þessu sviði að því er varðar takmarkanir og skorður við fjárframlögum frá lögaðilum og einstaklingum til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um gegnsæi slíkra fjárframlaga.   

Þá er með lögunum stigið mikilvægt skref í átt til virkara lýðræðis og aukins jafnræðis á milli stjórnmálasamtaka með því að gera nýjum stjórnmálasamtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis kleift, án tillits til niðurstöðu kosninganna, að sækja um fjárstyrk úr ríkissjóði til að standa straum af útlögðum kostnaði vegna kosningabaráttunnar, allt að 3 millj. kr.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta