Einar Árnason hagfræðingur verður aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Einar Árnason hagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Einar hefur þegar hafið störf.
Einar Árnason er fæddur 1956, lauk hagfræðiprófi frá University College í London árið 1979 og stundaði framhaldsnám í þjóðhagfræði við London School of Economics and Political Science árin 1979 til 1981.
Hann var hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun árin 1981 til 1986, hefur lengi verið sjálfstætt starfandi og þá meðal annars sem hagfræðingur Eflingar, Félags eldri borgara og Landssambands eldri borgara um árabil. Þá var Einar hagfræðingur BSRB árin 2007 til 2010.
Þá hefur Einar starfað að ýmsum menningarmálum, meðal annars sem menningarfulltrúi og umsjónarmaður listahátíðar á Seyðisfirði og sinnt bókaútgáfu.