Umbætur í stjórnsýslunni í farvegi
Í skýrslu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis koma fram ábendingar er varða forsætisráðuneytið, ríkisstjórn, stjórnarráðið og stjórnsýsluna í heild um hvað megi betur fara í þeim ranni. Þar sem ýmsar af þessum ábendingum komu þegar fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og eldri skýrslum um umbætur í stjórnsýslunni, sbr. Starfsskilyrði stjórnvalda o.fl. frá 1999, er ýmis vinna við úrbætur þegar hafin eða komin langt á leið. Í meðfylgjandi minnisblaði sem forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun getur að líta yfirlit þessa.