Hoppa yfir valmynd
15. september 2010 Dómsmálaráðuneytið

Guðrún Ögmundsdóttir ráðin í starf tengiliðar vegna vistheimila

Guðrún Ögmundsdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir

Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi, hefur verið ráðin í starf tengiliðar vegna vistheimila skv. lögum nr. 47/2010. Hún mun hefja störf 20. september nk. Alls sóttu 20 um starfið.

Starf tengiliðar felst í að koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt samkvæmt lögunum. Hann skal m.a. leiðbeina þeim sem til hans leita um framsetningu bótakrafna í kjölfar innköllunar sýslumanns. Þá skal tengiliðurinn aðstoða fyrrverandi vistmenn, sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar, við að sækja sér þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun.

Sýslumaðurinn á Siglufirði annast þau verkefni sem sýslumanni eru falin samkvæmt lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Sjá nánar á vefnum www.sanngirnisbaetur.is.

Guðrún Ögmundsdóttir er með próf í félagsfræði og félagsráðgjöf frá Roskilde Universitetscenter og hefur auk þess lokið framhaldsnámi í fjölmiðlafræði frá sama háskóla. Hún lauk einnig námi í handleiðslu frá Háskóla Íslands. Guðrún hefur starfað í menntamálaráðuneytinu frá árinu 2007 og sat á Alþingi frá 1999-2007. Áður vann hún m.a. í félagsmálaráðuneytinu og var borgarfulltrúi um árabil. Guðrún vann einnig um árabil að málefnum fatlaðra. Þá var hún félagsráðgjafi kvennadeildar Landspítalans frá 1988-1994.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta