Hoppa yfir valmynd
16. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Göngum í skólann 2010

Göngum í Skólann var sett formlega í morgun. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn í ár er 6. október. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.

Göngum í Skólann var sett formlega í morgun. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn í ár er 6. október. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.

göngum í skólann
göngum í skólann

Göngum í Skólann var sett formlega í morgun í Fagralundi í Kópavogi af Ögmundi Jónassyni samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Við setninguna fluttu ávörp þær Rannveig Pálsdóttir sem sæti á í skólanefnd Kópavogsbæjar og Oddný Sturludóttir formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar.
Í ár tekur Ísland þátt í fjórða skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í Skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka aukist ár frá ári. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn í ár er 6. október. Hægt er að velja hvort tekið er þátt í Göngum í skólan deginum, mánuðinum eða hluta úr mánuði. Hér á landi hófst verkefnið formlega í dag og lýkur því á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum.

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Menntamálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

Megin markmið verkefnisins eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.

Um leið er ætlunin að:

  • Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli.
  • Draga úr umferð við skóla: Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Betra og hreinna loft og öruggari og friðsælli götur og hverfi. Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Samfélagsvitund eykst.
  • Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna: Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.
  • Þátttaka í verkefninu hefur vaxið ár frá ári. Nú þegar hafa fjörtíu og fimm skólar skráð sig til leiks, fleiri en nokkru sinni áður.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið og ýmsar góðar ábendingar á heimasíðu þess www.gongumiskolann.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta