Hoppa yfir valmynd
16. september 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Leiðir til að fjármagna verkefni á sviði norræns samstarfs

Nýsköpunarmiðstöð Íslands sér um átaksverkefni sem nú er hafið og byggist á að veita upplýsingar og leiðbeiningar um leiðir til að fjármagna verkefni á sviði norræns samstarfs. Markmið átaksins er að auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga á því að sækja um styrki og stuðning til verkefna á sviði norræns samstarfs.

Frumkvæði að verkefninu kom frá Norrænu ráðherranefndinni sem fjármagnar það. 

Möguleikar til að sækja um styrki og stuðning eru á ýmsum málefnasviðum. Af málefnum sem tengjast félags- og tryggingamálaráðuneytinu má nefna verkefni sem varða:

Verkefnisstjóri er Kjartan Due Nielsen og veitir hann ráðgjöf og stuðning og leiðbeinir meðal annars við umsóknarskrif og myndun tengslaneta.

Nánari upplýsingar eru á vefslóðinni: http://www.norraentsamstarf.is/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta