Hoppa yfir valmynd
20. september 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Morgunverðarfundur um félagslega einangrun

Evrópa gegn fátæktStýrihópur Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun boðar til morgunverðarfundar föstudaginn 24. september næstkomandi í Gullteigi B á Grand hótel þar sem fjallað verður um félagslega einangrun á Íslandi í dag. Fundurinn er annar í fundaröð þar sem fjallað verður um fátækt, félagslega einangrun og leiðir til úrbóta.

Á fundinum verður fjallað um félagslega einangrun frá ýmsum sjónarhornum.

Dagskrá

kl.   8:15-8:30  Morgunverður
kl.   8:30-9:00 Ósýnilega fólkið: Guðrún Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands
kl.   9:00-9:30 Viðbragðsteymi: Nýtt úrræði í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar Sigrún Ingvarsdóttir, deildastjóri félagslegrar heimaþjónustu hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur, og Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur
kl.   9:30-9:50 Félagsvinir atvinnuleitenda, Hjálparsími Rauða krossins 1717 og Rauðakrosshúsið: Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri Rauða kross Íslands
kl.   9:50-10:10 Hlutverkasetur án aðgreiningar: Andrea Sig. Jónsdóttir Hauth
kl.   10:10-10:30 Frá einangrun til betra lífs: Ingibjörg Steinunn Hermannsdóttir

Fundarstjóri er Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.15 en fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.30.

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Dagskrá fundarins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta