Hoppa yfir valmynd
21. september 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra á leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York

Forsætisráðherra ávarpar á morgun leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í New York. Ráðstefnunni er ætlað að efla eftirfylgni þúsaldarmarkmiðanna sem ríki Sameinuðu þjóðanna settu sér árið 2000, kalla eftir endurnýjuðum stuðningi leiðtoga ríkja heims við að ná þeim og beina kastljósi umræðunnar að meginþáttum þeirra.

Um 140 leiðtogar og fjöldi ráðherra tekur þátt í ráðstefnunni, en að henni lokinni hefst leiðtogavika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta