Hoppa yfir valmynd
22. september 2010 Forsætisráðuneytið

Ræða forsætisráðherra á leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogaráðstefnuna um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Forsætisráðherra ávarpar leiðtogaráðstefnuna um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðherra ávarpaði í dag leiðtogaráðstefnuna um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem haldin er við upphaf allsherjarþingsins í New York. Í ræðu sinni lagði hún ríka áherslu á bæta yrði stöðu hinna verst settu í heiminum. Tryggja yrði börnum viðunandi menntun, aðbúnað og skilyrði til vaxtar. Forsætisráðherra lagði áherslu á að jafnrétti og efling kvenna væri lykilatriði til þess að ná þúsaldarmarkmiðunum. Hún fagnaði aukinni áherslu á málefni kvenna með stofnun sérstakrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, sem tekur m.a. yfir verkefni og starf UNIFEM.

Forsætisráðherra verður viðstödd opnun allsherjarþingsins á morgun, fimmtudag og situr hádegisverð í boði aðalframkvæmdastjóra Ban Ki-Moon. Síðdegis á morgun tekur hún þátt í ráðstefnu sem haldin er á vegum Ráðs kvenna í leiðtogastöðum (Council of Women World Leaders) o.fl. þar sem forsetar Litháen og Finnlands stýra umræðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta