Hoppa yfir valmynd
22. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Iðnskólann í Hafnarfirði rann út föstudaginn 17. september sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sextán umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og tólf körlum.

Iðnskólinn í Hafnarfirði
Idnskolinn-i-Hafnarfirdi

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Iðnskólann í Hafnarfirði rann út föstudaginn 17. september sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sextán umsóknir um stöðuna, frá fjórum konum og tólf körlum. Umsækjendur eru:

  • Anna Vilborg Einarsdóttir, skólastjóri,
  • Anna Greta Ólafsdóttir, meistaranemi,
  • Árni Már Árnason, framhaldsskólakennari,
  • Ársæll Guðmundsson, skólameistari,
  • Eyjólfur Bragason, verkefnastjóri,
  • Hertha Lind Ólafsdóttir, hönnunar- og listgreinakennari,
  • Ingi Bogi Bogason, forstöðumaður, 
  • Jens Benedikt Baldursson, áfangastjóri,
  • Jóhannes Ágústsson, fyrrverandi skólameistari,
  • Jóhannes Sigurðsson, verkefnastjóri og framhaldsskólakennari,
  • Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri,
  • Magnús Ingvason, kennslustjóri,
  • Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari,
  • Sigfús Grétarsson, fyrrverandi skólastjóri,
  • Steinn Jóhannsson, forstöðumaður og
  • Þór Pálsson, áfangastjóri.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar nk., að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta