Hoppa yfir valmynd
24. september 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra gerist meðlimur í ráði kvenleiðtoga

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líberíu við upphaf ráðstefnu kvenleiðtoga.
Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líberíu við upphaf ráðstefnu kvenleiðtoga.

Forsætisráðherra tók í gær þátt í ráðstefnu kvenleiðtoga, þar sem yfirskriftin var „Konur sem mikilvægt afl í lýðræðislegri stjórnsýslu“. Forseti Litháen, Dalia Grybauskaite og forseti Finnlands, Tarja Halonen voru gestgjafar ráðstefnunnar. Michelle Bachelet sem nýlega tók við embætti framkvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna (UN Women) og forsetar Líberíu og Kirgistan voru meðal ræðumanna í pallborði.  

Forsætisráðherra hefur nýlega þekkst boð um að gerast meðlimur í ráði kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) sem stóð að ráðstefnunni. Ráðið er vettvangur núverandi og fyrrverandi kvenleiðtoga, þ.e. forseta og forsætisráðherra. Meðal meðlima er Angela Merkel, Mary Robinson og Gro Harlem Brundtland. Vigdís Finnbogadóttir var einn helsti hvatamaður og stofnandi ráðsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta