Fundur með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins
Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, bauð forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins til fundar í gær, fimmtudaginn 23. september 2010. Ráðherra flutti ávarp þar sem hann fjallaði m.a. um hugmyndir um breytingar á skipulagi stofnana ráðuneytisins og í því samhengi jafnframt um rekstrarstöðu stofnana. Þá fjallaði ráðherra um málefni hælisleitenda og um sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í nýtt innanríkisráðuneyti.
Eftir ávarp ráðherra voru umræður og forstöðumenn tjáðu sig um ýmis mál sem ráðherra hafði rætt um í ávarpi sínu auk annarra atriða. Forstöðumönnum varð tíðrætt um rekstrarstöðu stofnana í ljósi hagræðingarkröfu í ár og á næsta ári en einnig lýstu menn skoðunum sínum á umræddum breytingum á skipan stofnana ráðuneytisins. Um 65 manns sóttu fundinn.
Fundarstjóri var Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri.