Nýr forstjóri Einkaleyfastofu
Borghildur Erlingsdóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Einkaleyfastofu til tveggja ára.
Borghildur er með meistaragráðu frá Stanford Law School á sviði hugverkaréttar og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Einkaleyfastofu frá árinu 1997, m.a. sem deildarstjóri vörumerkja- og hönnunardeildar, sviðsstjóri lögfræðisviðs og nú síðast sem yfirlögfræðingur stofnunarinnar. Borghildur er fædd árið 1969, er gift Viðari Lúðvíkssyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau fjögur börn. Borghildur tekur við sem forstjóri Einkaleyfastofu frá 1. október nk.