Hoppa yfir valmynd
24. september 2010 Matvælaráðuneytið

Nýr forstjóri Einkaleyfastofu

Borghildur Erlingsdóttir
Borghildur Erlingsdóttir

Borghildur Erlingsdóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Einkaleyfastofu til tveggja ára.
Borghildur er með meistaragráðu frá Stanford Law School á sviði hugverkaréttar og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Einkaleyfastofu frá árinu 1997, m.a. sem deildarstjóri vörumerkja- og hönnunardeildar, sviðsstjóri lögfræðisviðs og nú síðast sem yfirlögfræðingur stofnunarinnar. Borghildur er fædd árið 1969, er gift Viðari Lúðvíkssyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau fjögur börn. Borghildur tekur við sem forstjóri Einkaleyfastofu frá 1. október nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta