Hoppa yfir valmynd
27. september 2010 Matvælaráðuneytið

Bætt aðgengi lítilla- og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni

Evrópusambandið hefur fjölda úrræða um aðstoð við fjármögnun lítilla- og meðalstórra nýsköpunarfyrirtækja. Þau úrræði snúast m.a. um að auka fjármögnunarleiðir fyrirtækjanna með ýmsum hætti. Bætt aðgengi að fjármögnun fyrir lítil- og meðalstór fyrirtæki er mikilvægur þáttur til að ýta undir nýsköpun, samkeppnishæfni og vöxt. Fyrirtæki hafa mismunandi þarfir fyrir fjármögnun á líftíma sínum og fjármálaúrræði Nýsköpunaráætlunarinnar (EIP) eru sérsniðin að þörfum bæði lítilla og meðalstórra fyrirtækja og fjármálafyrirtækja.

Í gegnum fjármálaúrræði (financial instruments) EIP sem er undiráætlun samkeppnis- og nýsköpunaráætlunarinnar (CIP) hefur umtalsvert fjármagn verið gert aðgengilegt fyrirtækjum í Evrópu. Þessi fjármálaúrræði eru undir umsjón Evrópska fjárfestingasjóðsins (EIF) í samvinnu við fjármálafyrirtæki einstakra landa. Fjármálaúrræðin skiptast í þrjá þætti, sjá nánar meðfylgjandi einblöðung.

Ráðstefnan snýr að fjármálafyrirtækjum sem hefðu áhuga á að koma í samstarf við Evrópska fjárfestingarsjóðinn (EIF). Á ráðstefnunni gefst fjármálafyrirtækjum og öðrum tækifæri til að ræða nánar við fulltrúa Evrópusambandsins og einnig fulltrúa frá fjármálastofnunum sem eru í samstarf við EIF.

Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina (CIP) og dagskrá fundarins:

Dagskrá og upplýsingar er að finna á: http://www.sme-finance-day.eu/

EU Finance Day, 30th September 2010


Programme
08:45-09:00 Registration of participants
09:00-09:10 Welcome address by Mr. Timo Summa Head of the Delegation of the European Commission
09:10-09:35 Address by H.E. Mrs Katrín Júlíusdóttir, Minister of Industry, Energy and Tourism
09:35-09:50 European Union Policies to support SMEs Mr. Vilmos Budavari, Directorate-General for Enterprise and Industry, European Commission
09:50-10:20 Coffee break and presentation of the Access to Financewebsite
Press conference parallel to coffee break

10:20-11:00 Competitiveness and Innovation Framework Programme (CIP), focusing on CIP Financial Instruments, and how to apply – Mr.Roger Havenith, Directorate-General for Economic and Financial Affairs
11:00-11:30 Presentation of the Enterprise Europe Network, Ms. Kristín Halldórsdóttir, Coordinator EEN Iceland
11:30-11:50 Experience with EU Funding, Guarantees, Mr. Rolf Kjaergaard, Senior Vice President, Vaekstfonden, Denmark
11:50-12:10 Funding needs of SME - Investors Role, Mr. Thordur Magnusson, Chairman, Eyrir Invest
12:10-12:30 How Guarantees operate, Mr. Lehar Kütt, Head of Export and Enterprise Division, Kredex, Estonia, on behalf of AECM
12:30-13:00 Questions and Answers
13:00 Networking lunch offered

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta