Hoppa yfir valmynd
27. september 2010 Matvælaráðuneytið

Inspired by Iceland - Skólastofa ÍMARK

Í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli var ljóst að hrun varð í ferðaþjónustunni á Íslandi. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hófu þá markaðsátakið Inspired by Iceland. Markmið þess er að draga úr neikvæðum áhrifum á trausta markaði ferðaþjónustunnar ásamt því að reyna að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi. Átakið þekkja flestir en sitt sýnist hverjum um aðferðir eða árangur.

Stærsta áfanga verkefnisins hefur nú verið lokið en verkefninu verður haldið áfram fram að áramótum en niðurstöður úr viðhorfsrannsóknum liggja nú fyrir. Á skólastofu ÍMARK gefst félögum tækifæri til að heyra og sjá hvaða árangri var náð.

Ímark hefur fengið nokkra lykilaðila sem komu að verkefninu til að fjalla um hugmyndafræði þess og árangur.

- Hver var árangurinn?
- Hvað fór vel og hvað hefði getað farið betur?
- Hvernig er hægt að nýta samstöðuna sem skapaðist?

Nánari upplýsingar og skráning.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum