Vinnuhópur um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila
Forsætisráðuneytið skipaði í júní sl. vinnuhóp um tilhögun rafrænna samskipta opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila. Í mörgum löndum Evrópu hefur verið komið upp rafrænum vettvangi til að halda utan um samskipti opinberra aðila við einstaklinga og lögaðila. Ólíkar leiðir hafa verið farnar og ganga þær undir ýmsum nöfnum. Má þar til dæmis nefna rafræn pósthólf (e. eBox/eSave) eða svokölluð lögnetföng.
Vinnuhópnum er ætlað að kynna sér helstu aðferðir sem völ er á við að veita einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum aðgang að skjölum sem fara þeirra á milli, ásamt aðferðum til að halda utan um samskipti þessara aðila á hagkvæman og notendavænan hátt. Mögulegar lausnir verði skoðaðar og metnar með tilliti til íslenskra aðstæðna og þeirra innviða sem fyrir eru. Vinnuhópnum er enn fremur ætlað að koma með tillögu að útfærslu hér á landi ásamt kostnaðaráætlun.
Vinnuhópinn skipa: Halla Björg Baldursdóttir, formaður, Margrét Hauksdóttir, Bragi Leifur Hauksson, Haraldur Bjarnason og Ottó V. Winther.