Hoppa yfir valmynd
30. september 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra býður Obama til Íslands

Michelle Obama, Jóhanna Sigurðardóttir og Barack Obama
Michelle Obama, Jóhanna Sigurðardóttir og Barack Obama

Forsætisráðherra hefur með formlegum hætti boðið forseta Bandaríkjanna, Barack Obama að sækja Ísland heim til að efla enn frekar góð samskipti landanna. 

Jóhanna Sigurðardóttir hitti Barack Obama og Michelle konu hans í móttöku Bandaríkjaforseta fyrir þjóðarleiðtoga, sem haldin var í síðustu viku í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og leiðtogafund þess um þúsaldarmarkmiðin. Í móttökunni áréttaði forsætisráðherra boð sitt við Bandaríkjaforseta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta