Hoppa yfir valmynd
30. september 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 55/2010 - Úthlutun á 400 tonna viðbótaraflaheimild til veiða á skötusel

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason hefur ákveðið úthlutun á viðbótar aflaheimildum í skötusel samkvæmt ákvæði I til bráðabirgða í lögum nr. 22/2010, um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Í nýútkominni reglugerð nr. 734/2010 kemur fram að úthlutað er sérstaklega 400 tonnum af skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011. Heimilt er að úthluta skipi allt að 5 lestum í senn gegn greiðslu gjalds, enda hafi viðkomandi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni. Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda sem skal fara fram eigi síðar en 25. október 2010. Umsóknir skulu hafa borist stofunni eigi síðar en 11. október 2010.

Vakin er athygli á ákvæðum 2. gr. og 4. gr. reglugerðarinnar þar sem fram koma takmarkanir á framsalsheimild á aflamarki í skötusel, sem úthlutað hefur verið á grundvelli aflahlutdeildar, þegar keyptar eru aflaheimildir á grundvelli reglugerðar þessarar.

Reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta