Hoppa yfir valmynd
30. september 2010 Forsætisráðuneytið

Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins hefur göngu sína

Jóhann Sigurðardóttir með fyrstu nemendum Stjórnsýsluskóla stjórnarráðsins í tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu
Jóhann Sigurðardóttir með fyrstu nemendum Stjórnsýsluskóla stjórnarráðsins í tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setti Stjórnsýsluskóla stjórnarráðsins í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fyrsta námskeiðið voru mættir um 50 nýliðar úr 10 ráðuneytum. Þegar forsætisráðherra hafði ávarpað nýja starfsmenn í stjórnarráðinu var haldið upp á Bifröst þar sem við tók fræðsla um ýmsa þætti í starfi ráðuneytanna.

Námskeiðinu lýkur síðdegis með pallborðsumræðum undir yfirskriftinni: Hverjar eru væntingar samfélagsins til ráðuneyta? Auk fyrirlesara úr röðum reyndra starfsmanna í stjórnarráðinu var að þessu sinni leitað til kennara við Háskólann á Bifröst. Áformað er að halda sambærilegt námskeið á sex mánaða fresti fyrir alla nýja starfsmenn í stjórnarráðinu, gjarnan í samvinnu við háskólastofnanir. Þá er einnig ráðgert að nýliðafræðslunni verði fylgt eftir með markvissri endurmenntun fyrir starfsmenn í samráði við fjármálaráðuneytið.

Á næstu vikum verður haldið hliðstætt námskeið fyrir ráðherra og aðstoðarmenn ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta