Hoppa yfir valmynd
5. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Össur fundar með utanríkisráðherra Singapúr

O.S.-og-George-Yeo-3Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með utanríkisráðherra Singapúr, George Yeo, sem kom í opinbera heimsókn til Íslands.

Yeo og Össur ræddu samskipti og viðskipti ríkjanna, en þau hafa gert með sér loftferða- og fríverslunarsamning, þann síðarnefnda með öðrum EFTA-ríkjum. Þá ræddu þeir mögulegt samstarf í orkumálum og málefni Norðurslóða, en Singapúr er leiðandi í sjóflutningum. Utanríkisráðherra upplýsti starfsbróður sinn ennfremur um stöðu mála hérlendis og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta