Ísland og Bandaríkin skrifa undir samning um nýtingu á hreinni orku frá jarðhita
Í dag skrifuðu Ísland og Bandaríkin undir tvíhliða samning sem miðar að því að auka þekkingu í heiminum á háþróaðri jarðhitatækni og hraða upptöku hennar. Samningurinn var undirritaður af sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis Arreaga, og iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur í Þjóðmenningarhúsinu. Nýi samningurinn, sem kallast "Samvinna um vísinda- og tæknilegar rannsóknir og nýtingu á jarðhita" ( "Scientific and Technological Cooperation on Geothermal Research and Development"), er hannaður til að leyfa skipti á vísindamönnum, samvinnu- og kennsluverkefni til að hraða háþróaðri nýtingu á jarðhita, og til að kanna þær hindranir sem standa í vegi fyrir aukinni nýtingu á þessum endurnýjanlega orkugjafa. Sannreyning á nýjustu tækni við jarðhitanýtingu mun draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í báðum löndum, og þar með draga úr kolefnislosun og skapa ný störf við jarðhitarannsóknir, -nýtingu og -framkvæmdir.
Nánari upplýsingar á vef Orkustofnunar