Hoppa yfir valmynd
6. október 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 56/2010 - Fiskistofustjóri skipaður

Jón Bjarnason og Eyþór Björsson nýráðinn fiskistofustjóri
Jon-Bjarnason-og-Eythor-Bjornsson

Í gær, 5. október 2010, skipaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Eyþór Björnsson, forstöðumann fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, fiskistofustjóra til fimm ára.  Hann tekur við af Árna Múla Jónassyni sem tók nú nýlega við starfi sem bæjarstjóri á Akranesi.

Eyþór var valinn úr hópi 22ja umsækjenda um stöðu þessa.  Hann er skipstjórnarmenntaður, með 15 ára slíka reynslu á sjó ásamt því að vera menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Eyþór hefur tæpra fimm ára starfsreynslu hjá Fiskistofu og er hér með boðinn velkominn til starfa.

Jón Bjarnason og Eyþór Björsson nýráðinn fiskistofustjóri

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta