Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga
Ritið „Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga“ er komið út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og Æskulýðsráðs.
Leitað var til dr. Ragnhildar Helgadóttur, prófessors við Háskólann í Reykjavík, um að vinna álitsgerð um ábyrgð í félags- og tómstundarstarfi. Skoðaði hún hvernig háttað væri ábyrgð stjórnenda, umsjónarmanna, starfsmanna, kennara, leiðbeinenda, sjálfboðaliða, launaðra starfsmanna og annarra sem starfa með börnum og ungmennum í skipulögðu félags- og tómstundarstarfi.
Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga