Aðalsamningamaður á opnum fundi á Akureyri
Opinn fundur verður haldinn á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, gerir grein fyrir stöðunni í samningaviðræðum Íslands og ESB um aðild að sambandinu . Hann mun fjalla um helstu viðfangsefni fyrirhugaðra viðræðna, þar með talið sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, byggða- og gjalmiðilsmál og svara spurningum fundarmanna.
Fundurinn verður í menningarhúsinu Hofi og hefst kl. 20:00.