Hoppa yfir valmynd
8. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Áhersla á Evrópu

O.S.-I-Tallinn-2010
O.S.-I-Tallinn-2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með eistneskum starfsbróður sínum, Urmas Paet, í Tallinn í Eistlandi. Ráðherrarnir ræddu Evrópumál, samskipti ríkjanna og öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðherra ræddi stöðuna í formlegum samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið og fór yfir helstu hagsmunamál Íslands. Hann reifaði mjög ítarlega sjónarmið Íslendinga í fiskveiðum og sjávarútvegi og lagði áherslu á stuðning Eista við þau. 1. janúar nk. bætist Eistland í hóp 16 ESB-ríkja sem tekið hafa upp evru, og ræddu ráðherrarnir hvaða lærdóma Ísland gæti dregið af því ferli og um samstarf smárra ríkja innan Evrópusambandsins.

Eistar hafa stutt vel við bakið á Íslendingum í kjölfar bankahrunsins, m.a. í ESB-umsóknarferlinu, minnugir viðurkenningar Íslendinga á sjálfstæði þeirra fyrir tæpum tveimur áratugum. Á næsta ári standa fyrir dyrum hátíðahöld i í tilefni þess að tuttugu ár verða frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt. Á meðal þess sem á dagskrá verður, er sérstakur Íslandsdagur, 21. ágúst 2011, og er vonast eftir góðri þátttöku íslenskra listamanna.

Að loknum fundi utanríkiráðherranna, hitti Össur þingmenn í vináttunefnd Íslands en Eistar telja Íslendinga meðal helstu vina- og samstarfsþjóða sinna. Þá átti utanríkisráðherra fund með formanni Evrópunefndar eistneska þingsins og aðstoðarbankastjóra eistneska seðlabankans þar sem ráðherra fór yfir stöðuna í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, ræddi samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda. Ráðherra heimsótti einnig höfuðstöðvar hátæknifyrirtækisins Skype sem eru í Tallinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta