Hoppa yfir valmynd
8. október 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Birkiskógar draga úr öskufoki í Þórsmörk

Bakkavarnir við Bása í Goðalandi voru skoðaðar
Bakkavarnir við Bása í Goðalandi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti nýverið Þórsmörk og Goðaland í boði Skógræktar ríkisins til að skoða áhrif öskugossins í Eyjafjallajökli á birkiskóga. Skógarnir virðast ekki hafa borið neinn skaða af öskufalli úr Eyjafjallajökli. Þvert á móti virðist spretta skógargróðurs hafa verið með allra besta móti, hvort sem það er eingöngu vegna ákaflega hlýs sumars eða einnig vegna áburðaráhrifa af öskunni.

Var niðurstaða ferðarinnar að sú endurheimt birkiskóga sem unnið hefur verið að síðastliðin 90 ár af Skógræktinni, og með samvinnu við Landgræðslu ríkisins síðan 1990, hafi komið í veg fyrir mikið öskufok á Þórsmerkursvæðinu. Í stað þess að fjúka burt liggur askan á skógarbotninum og mun í framtíðinni sjást sem efsta öskulagið af mörgum sem finnast í jarðvegi í skógum á svæðinu. Að mati Hreins Óskarssonar, skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, er þessi góði árangur á svæðinu hvatning til skógræktarmanna um að efla endurheimt birkiskóga víðar um land, til dæmis Hekluskóga.

Með umhverfisráðherra í för voru skógarvörðurinn á Suðurlandi, skógræktarstjóri, fulltrúar Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar.

Heimasíða Skógræktar ríkisins.
Heimasíða Landgræðslu ríkisins.
Heimasíða Hekluskóga.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta