Hoppa yfir valmynd
8. október 2010 Forsætisráðuneytið

Fjárlagafrumvarp 2011 - útgjöld forsætisráðuneytisins dragast saman um 8,3% eða 16% á tveimur árum

Heildargjöld forsætisráðuneytis samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 eru áætluð 903,9 m.kr. á rekstrargrunni að frádregnum sértekjum. Að teknu tilliti til áhrifa af almennum verðlags- og gengisbreytingum lækka útgjöldin um 81,7 m.kr. milli ára eða sem svarar til 8,3% lækkunar. Í fjárlögum 2010 lækkuðu heildarútgjöld forsætisráðuneytisins um 91,8 m.kr. frá árinu á undan og hefur því fjárlagarammi ráðuneytisins dregist saman um 173,5 m.kr. á tveimur árum eða 16%.

Útgjöld og fjármögnun forsætisráðuneytis breytist milli ára sem hér segir:

Rekstrargrunnur Reikningur Fjárlög Frumvarp Breyting
frá
fjárl. %
Breyting
frá
reikn. %
2009 2010 2011
m.kr. m.kr. m.kr.
Rekstrargjöld 890,3 746,7 676,7 -9 -24
Neyslu- og rekstrartilfærslur 150,4 133,5 131,8 -1 -12
Stofnkostnaður og viðhald 164,9 105,4 95,4 -9 -42
Samtals 1.205,60 985,6 903,9 -8 -25

 

Hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir, 88,5 m.kr. eða 9% lækkun

Útgjaldabreytingum milli ára má skipta í þrjá þætti. Í fyrsta lagi verða gerðar ráðstafanir til að lækka útgjöld ráðuneytisins í samræmi við markmið sem ríkisstjórnin hefur sett í áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum sem voru að ná fram 9% lækkun á veltu stjórnsýslu- og eftirlitsstofnana. Í undirbúningi og greiningu forsætisráðuneytisins á hugmyndum og valkostum í aðaldsráðstöfunum árið 2011 var horft til niðurskurðar fyrra árs sem og rekstraráætlana liða og stofnana fyrir árið í ár, hverjar afgangsheimildar eru sem og hvar möguleiki er á sértækum aðgerðum í sparnaðarskyni. Ekki var farið í flatan niðurskurð á alla liði og stofnanir forsætisráðuneytisins heldur var markmiðið að tillögugerð ráðuneytisins um niðurskurð mætti byggja á traustum forsendum og verði líkleg til að endurspegla árangur. Sparnaðartillögur forsætisráðuneytisins fyrir árið 2011 nema samtals 88,5 m.kr. eða 9%.

 

Sparnaður - skipting eftir málaflokkum ráðuneytisins Fjárlög Sparnaður m.kr. Sparnaður  % Útgjalda- Frumvarp
2010 skuldb. og 2011
m.kr. verðlagsh. m.kr.
Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 305,7 -27,0 9% 3,8 282,5
Ýmis verkefni 234,9 -22,3 9% -1,7 210,9
Stofnanir 445,0 -39,2 9% 4,7 410,5
Samtals 985,60 -88,5   6,80 903,90

 

Í öðru lagi er um að ræða ýmsar breytingar á útgjaldaskuldbindingum sem falla til á árinu 2011 en nettóhækkun vegna þeirra er 2 m.kr. og loks bætast við verðlagshækkanir ársins 2011, sem eru áætlaðar 4,8 m.kr., þannig að heildargjöldin fyrir forsætisráðuneytið verða 903,9 m.kr.

Reykjavík 8. október 2010

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta