Hoppa yfir valmynd
14. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Össur Skarphéðinsson á sameiginlegum fundi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra NATO í Brussel

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat í dag sameiginlegan fund utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meginefni fundarins voru drög Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins, að nýrri framtíðarstefnu NATO. Þá hugaði fundurinn að undirbúningi fyrir  leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Lissabon, Portúgal, 19.-20 nóvember n.k.

Á   sameiginlegum   fundi   utanríkisráðherra   og  varnarmálaráðherra  var framtíðarstefna bandalagsins og eldflaugavarnir rædd. Að honum loknum ræddu utanríkisráðherrarnir  samstarf  við  önnur ríki og stofnanir, og heildræna nálgun    í    aðgerðum   NATO.   Þá   sat   fastafulltrúi   Íslands   fund varnarmálaráðherranna   þar   sem   teknar  voru  fyrir  tillögur  að  nýju herstjórnarkerfi bandalagsins og fækkun stofnana.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta