Ríkisstjórn samþykkir styrk til Skottanna og setur upp kynjagleraugu
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja landssöfnun Skottanna gegn kynferðisofbeldi um eina milljón króna. Skotturnar eru samstarfsvettvangur 21 kvennasamtaka á Íslandi og er átaki þeirra ætlað að bæta þjónustu við fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi. Markmið söfnunarinnar er meðal annars afla fjár til að endurvekja þjónustu Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins undir merkjum verkefnisins Stígamót á staðinn, breyta Stígamótum í sólarhringsathvarf, efla starfsemi Aflsins á Akureyri, Sólstafa á Ísafirði og opna athvarf fyrir konur sem eru að brjótast úr úr vændi og mansali.
Í upphafi ríkisstjórnarfundarins afhenti forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar kynjagleraugu söfnunarátaksins og hvatti þá til að nota þau dag hvern í störfum sínum.