Hoppa yfir valmynd
15. október 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samkomulag um framtíð Byrs hf

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 25/2010

Fjármálaráðuneytið, fyrir hönd ríkissjóðs, hefur náð samkomulagi við Slitastjórn Byrs sparisjóðs og Byr hf. um uppgjör og eignarhald Byrs hf.

Undirritað var samkomulag þess efnis fimmtudaginn 14. október með svokölluðu skilmálaskjali vegna yfirtöku slitastjórnar Byrs á Nýja Byr.  Í framhaldinu verður svo gengið frá endanlegum samningum. Hlutur ríkisins í Byr hf. verður 5,2% en 94,8% hlutur verður eign Byrs sparisjóðs en í vörslu og umsjón fjármálaráðuneytisins, í samstarfi við slitastjórn Byrs sparisjóðs, þar til slitastjórnin kallar eftir honum. Miðað er við að það gerist innan tveggja ára.  

Með þessu skilmálaskjali verður Byr hf. fullfjármagnaður með nýjan stofnefnahagsreikning sem uppfyllir eiginfjár- og lausafjárkvaðir Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Eftirlitsstofnanir munu nú fjalla um samkomulagið.  Fjármálaráðuneytið mun veita Byr hf. allt að 5 milljarða króna víkjandi lán á markaðskjörum til 10 ára, sem ráðgert er að Byr hf. greiði upp á 5 árum. Kröfu Byrs sparisjóðs á Byr hf. verður breytt í hlutafé í Byr hf. en útgefið hlutafé í Byr hf. verður um 17,2 milljarðar og CAD-hlutfall 16,4%.

Þessi útfærsla mun lágmarka kostnað ríkissjóðs.

Reykjavík, 15. október 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta