Hoppa yfir valmynd
15. október 2010 Dómsmálaráðuneytið

Þrettán umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis

Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra nýs innanríkisráðuneytis. Embættið var auglýst laust til umsóknar 28. september sl. og rann umsóknarfrestur út 13. október sl. Innanríkisráðuneytið verður til við sameiningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og dómsmála- og mannréttindaráðuneytis hinn 1. janúar 2011.

Skipað er í embættið til fimm ára og mun ráðuneytisstjóri taka við embætti 1. janúar 2011 og stýra innanríkisráðuneyti undir stjórn innanríkisráðherra. Fram til þess dags eða þar til nýtt ráðuneyti hefur starfsemi, mun nýr ráðuneytisstjóri vinna að sameiningu ráðuneytanna ásamt sérstakri verkefnisstjórn.

Umsækjendur eru:

  • Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar,
  • Bjarni Daníelsson, stjórnsýslufræðingur,
  • Björn Helgason, verkfræðingur,
  • Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu,
  • Helgi Jóhannesson, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Siglingastofnunar Íslands,
  • Jóhannes Ágústsson, fyrrverandi skólameistari,
  • Kristján A. Stefánsson, sendiherra,
  • Ómar Örn Kristófersson, byggingarfræðingur BFÍ,
  • Pétur G. Thorsteinsson, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu,
  • Ragna Árnadóttir, lögfræðingur,
  • Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins,
  • Þorgeir Pálsson, rekstrarhagfræðingur MBA,
  • Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta