Hoppa yfir valmynd
18. október 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norræn ráðstefna um ofvirkni og athyglisbrest (ADHD)

Fjallað verður um nýja nálgun meðferðar barna og fullorðinna með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) á norrænni ráðstefnu sem Danir efna til í Kaupmannahöfn 1. desember næstkomandi í tengslum við formennsku sína í Norrænu ráðherranefndinni árið 2010. 

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að félagslegum úrræðum sem geta nýst við meðhöndlun barna og fullorðinna með ADHD og stutt við eða að einhverju leyti komið í staðinn fyrir lyfjameðferð. Tekin verða dæmi um aðferðir og úrræði sem hafa gefist vel hjá Norðurlandaþjóðunum.

Ráðstefnan er ætluð fagfólki og stjórnendum hjá ríki og sveitarfélögum sem vinna að málefnum barna og fullorðinna með ADHD og koma að stefnumótun á þessu sviði.

Frestur til skráningar á ráðstefnuna rennur út 15. nóvember.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta