Utanríkisráðherra fundar með orkumálaráðherra Rússa
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með Sergei Shmakto, orkumálaráðherra Rússlands, sem er í heimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir samstarf í orkumálum, einkum í virkjun jarðhita á Kamsjatka-skaga en þar hafa verið gerðar frumathuganir á nýtingu jarðhita til húshitunar, fiskeldis og raforkuframleiðslu með þátttöku Íslendinga. Héraðsstjóri Kamsjatka, Alexei Kuzmitskí, er í sendinefnd orkumálaráðherra auk Evgení Dod, forstjóra orkufyrirtækisins RusHydro.
Þá ræddu ráðherrarnir vernd fjárfestinga og málefni Norðurslóða.