Hoppa yfir valmynd
20. október 2010 Forsætisráðuneytið

Styrktargreiðslum vegna tjóna af völdum jarðskjálftans á Suðurlandi 29. maí 2008 að ljúka

Með fjáraukalögum árið 2008 var veitt fjárveiting vegna afleiðinga jarðskjálftans sem varð á Suðurlandi 29. maí fyrir rúmum tveimur árum. Jarðskjálftasjóður þessi var nýttur til að mæta kostnaði við fyrstu viðbrögð og vegna reksturs þjónustumiðstöðvar. Þá voru einnig samþykktar styrkveitingar til sveitarfélaga vegna aukinna útgjalda og til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja vegna ýmissa tjóna sem hvorki viðlagatrygging né aðrar tryggingar bættu og tilkynnt höfðu verið þjónustumiðstöðinni í kjölfar skjálftans. Styrkveitingar hafa gengið vel og móttöku nýrra erinda er lokið og verið að vinna úr síðustu tjónamálum. Vonir eru bundnar við að fjárveitingin dugi fyrir öllum tilkynntum tjónum sem samþykkt hefur verið að styrkja.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta