Hoppa yfir valmynd
21. október 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 61/2010 - Fundur strandríkja um norsk-íslenska síld og kolmunna

 

Á fundi strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem lauk í Lundúnum í dag, náðist samkomulag um að heildarafli verði 988.000 tonn árið 2011.

Niðurstaða strandríkjanna er í fullu samræmi við vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og þá langtíma stjórnunaráætlun sem sett hefur verið. Staða stofnsins er góð og stofninn hefur verið nýttur á sjálfbæran hátt undanfarin ár. Árgangar undanfarinna fimm ára hafa þó verið minni en á tímabilinu 1998 til 2004 þegar sterkir árgangar komu inn í stofninn. Áður samþykkt stjórnunaráætlun og stofnstærðarmat ICES gefur heildarafla upp á 988.000 tonn en það er 33% lækkun milli ára.

Samkvæmt samkomulaginu verður íslenskum skipum heimilt að veiða 143.359 tonn á árinu 2011.

Fyrr í vikunni var einnig skrifað undir samning um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum og er heildaraflamark 44.100 tonn fyrir árið 2011.

Ákvörðunin er samkvæmt ráðgjöf ICES og þeirri langtíma stjórnunaráætlun sem ICES vann fyrir strandríkin og samþykkt var haustið 2008. Þeirri langtíma stjórnunaráætlun er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til lengri tíma.

Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 6.507 tonn af kolmunna á árinu 2011.

Í sendinefnd Íslands á strandríkjafundunum voru Kristján Freyr Helgason formaður frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Þorsteinn Sigurðsson frá Hafrannsóknastofnuninni og Kristján Þórarinsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta