Nr. 63/2010 - Skrifað undir búnaðarlagasamning
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon skrifuðu á miðvikudag undir nýjan búnaðarlagasamning við Bændasamtökin. Fyrir hönd Bændasamtakanna skrifuðu undir samninginn þeir Haraldur Benediktsson formaður, Sveinn Ingvarsson stjórnarmaður og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri samtakanna.
Vegna óvissu í efnahagsástandi er samningurinn nú aðeins til tveggja ára en fyrri búnaðarlagasamningar hafa verið til fimm ára. Heildarfjárhæð samningsins fyrir árið 2011 er 415,3 milljónir króna og 425 milljónir fyrir árið 2012 en til samanburðar er upphæðin í ár eftir skerðingar 686,9 milljónir króna.
Um er að ræða 40% skerðing frá fyrra ári.
Framlög ríkisins til Bændasamtakanna samkvæmt búnaðarlagasamningi renna til ráðgjafaþjónustu, búfjárræktar, þróunarverkefna og sem framlag í Framleiðnisjóð.
Frá undirskrift samningsins, f.v. talið Sveinn Ingvarsson bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum, Haraldur Benediktsson bóndi á Vestra-Reyni, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.