Hoppa yfir valmynd
21. október 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 63/2010 - Skrifað undir búnaðarlagasamning

sjs b ndirritun úaðarlagasamnin
sjs b ndirritun úaðarlagasamnin

 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon skrifuðu á miðvikudag undir nýjan búnaðarlagasamning við Bændasamtökin. Fyrir hönd Bændasamtakanna skrifuðu undir samninginn þeir Haraldur Benediktsson formaður, Sveinn Ingvarsson stjórnarmaður og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri samtakanna.

Vegna óvissu í efnahagsástandi er samningurinn nú aðeins til tveggja ára en fyrri búnaðar­lagasamningar hafa verið til fimm ára. Heildarfjárhæð samningsins fyrir árið 2011 er 415,3 milljónir króna og 425 milljónir fyrir árið 2012 en til samanburðar er upphæðin í ár eftir skerðingar 686,9 milljónir króna.

Um er að ræða 40% skerðing frá fyrra ári.

Framlög ríkisins til Bændasamtakanna samkvæmt búnaðarlagasamningi renna til ráðgjafaþjónustu, búfjárræktar, þróunarverkefna og sem framlag í Framleiðnisjóð.

 sjs b ndirritun úaðarlagasamnin

Frá undirskrift samningsins, f.v. talið Sveinn Ingvarsson bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum, Haraldur Benediktsson bóndi á Vestra-Reyni, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta