Hoppa yfir valmynd
22. október 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.

Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna
 
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Þau verkefni njóta forgangs að öðru jöfnu sem flétta grunnþætti í nýjum námskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla inn í námsgögnin. Þessir grunnþættir eru: læsi í víðum skilningi, lýðræði, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi starf.

Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi.  Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins, http://umsoknir.stjr.is/
Aðgangur er gefinn á kennitölu og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.

Umsóknarfrestur er til 19. nóvember 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta