Erindi ráðherra á norrænni ráðstefnu um nauðganir
Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hélt í gær opnunarerindi á norrænni ráðstefnu Stígamóta og samtakanna „Nordiske kvinner mot vold“ sem eru regnhlífarsamtök 230 kvennaathvarfa.
Á ráðstefnunni, sem stendur í tvo daga, koma saman 250 norrænar konur úr kvennaathvarfahreyfingunni. Sjá nánar um ráðstefnuna, sem fram fer á dönsku, norsku og sænsku, á vef Stígamóta, stigamot.is, og vefnum kvennafri.is.
Sjá ræðu ráðherra hér.