Hoppa yfir valmynd
26. október 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrstu áfangar STORK verkefnisins kynntir

Verkefnisstjórn STORK, sem er viðamikið verkefni í upplýsingatækni með aðkomu 17 Evrópuþjóða, hefur nú tilkynnt um að sex tilraunaverkefni eru nú tiltæk fyrir almennan aðgang. Þau gera borgurum kleift að nota landsbundin rafræn auðkenni í mörgum Evrópulöndum. Þegar kerfið er fullbyggt, geta allir borgarar í Evrópu notað þau rafrænu auðkenni sem gefin eru út í þeirra landi til að staðfesta kennsl sín í öðrum löndum.
Fjármálaráðuneytið, fyrir hönd Íslands í gegnum aðild að EES, er aðili að STORK verkefninu sem var sett á laggirnar í júní 2008 og lýkur í júní 2011. Markmið þess er að byggja upp sam-evrópskt kerfi fyrir notkun rafrænna auðkenna þvert á landamæri.

Fjármálaráðuneytið leiðir eitt þessara tilraunaverkefna sem kallast SaferChat. Markmið með SaferChat er að auka öryggi barna og unglinga í samskiptum yfir Internetið með því að stýra aðgangi eftir aldri og tryggja hæsta öryggi í sannvottun á rafrænum auðkennum. Austurríki og Slóvakía eru samstarfsaðilar Íslands í SaferChat, auk þess sem verkefnið er unnið í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni), InSafe sem er verkefni um öryggi barna og unglinga á Internetinu og eTwinning sem er alþjóðlegt verkefni um rafræna fræðslu. Í SaferChat tilraunaverkefninu munu skólar í löndunum þremur vinna sameiginleg verkefni þar sem nemendur búa til fræðsluefni fyrir jafningjafræðslu um öryggari notkun Internetsins.

Nánari upplýsingar um STORK verkefnið eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu (PDF 244 KB) sem gefin var út af hálfu verkefnisstjórnar þess 25. október 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta