Hoppa yfir valmynd
28. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Norrænir styrkjamöguleikar á ýmsum sviðum - kynningafundir 2. og 3. nóvember

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2.-4. nóvember verða haldnir kynningafundir um samnorræna styrkjamöguleika á nokkrum sviðum. Margar samnorrænar stofnanir senda fulltrúa á þingið, og var tækifærið nýtt til þess að vera með sameiginlegar kynningar á þeim stofnunum sem veita mestu fé í styrki. Fundirnir eru skipulagðir af átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Íslendinga um markvissa upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarf. Fundirnir sem eru haldnir í samvinnu við Norræna húsið verða þrír og eru þemaskiptir:

- Styrkir til menningar og lista, 2. nóvember kl. 15-17, Listaháskóli Íslands  

- Styrkir til nýsköpunar og rannsókna, 3. nóvember kl. 9-11, Norræna húsið  

- Styrkir til umhverfis- og orkumála, 3. nóvember kl. 14-16, Norræna húsið

Styrkirnir eru fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga, þó breytilegt eftir sviðum.

Skráning á kynningarfundina fer fram á netfanginu: [email protected] - nauðsynlegt er að tilkynna á hvaða fund er verið að skrá mætingu. Vinsamlegast tilkynnið mætingu fyrir 1. nóvember.

Nánari upplýsingar um kynningafundina er að finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta