Ráðstefnan Æskan, rödd framtíðar hófst í dag
Mennta- og menningarmálaráðherra setti ráðstefnuna Youth - Voice of the Future í dag. Ráðstefnan er síðasti hluti formennskuárs Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setti ráðstefnuna Youth - Voice of the Future í dag. Ráðstefnan er síðasti hluti formennskuárs Íslands í Norrænu ráðherranefndinni . Eitt af helstu verkefnum var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum og voru helstu niðurstöður kynntar í dag. Fjölmennt var á ráðstefnunni og vöktu niðurstöður athygli gesta. Hljómsveitin Pascal Pinon flutti nokkur lög sem rödd framtíðar.
Ráðstefnunni mun ljúka á morgun með kynningum á niðurstöðum úr málstofum og með opnum fundi þar sem ungmenni og fræðimenn ræða um málefni ungs fólks á Norðurlöndunum.
- The Nordic Youth Research 2010 - among 16 to 19 year old in Åland Islands, Denmark, Faroe Islands, Finland, Greenland, Iceland, Norway and Sweden
- Nánar um ráðstefnuna