Norrænir forsætisráðherrar funda í tengslum við Norðurlandaráðsþing
Fundur norrænna forsætisráðherra verður haldinn þriðjudaginn 2. nóvember í Reykjavík í tengslum við árlegt þing Norðurlandaráðs. Fundirnir fara fram á Grand Hótel þar sem þingið er haldið. Auk fundar norrænu forsætisráðherranna, verður fundur með leiðtogum sjálfsstjórnarsvæðanna, Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Ennfremur funda forsætisráðherrarnir og leiðtogarnir með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og taka þátt í opnun Norðurlandaráðsþings. Þema umræðunnar við opnunina verður grænn vöxtur og hagstjórn.
Danmörk er í formennsku í norræna samstarfinu þetta árið, en Finnland tekur við formennsku um áramót og mun kynna áherslur sínar fyrir næsta ár á þinginu.
Reykjavík 29. október 2010