Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með Michel Rocard um Norðurslóðamál

Picture-028Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra fundaði í morgun með Michel Rocard, sérlegum fulltrúa Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna. Ræddu þeir þróun mála á Norðurslóðum, áhrif aukinnar skipaumferðar, nýtingu auðlinda og alþjóðalög og -reglur sem gilda á svæðinu.

Rocard gerði grein fyrir áhyggjum Frakka af vaxandi auðlindanýtingu og skipaumferð á norðurslóðum og þeim áhrifum sem sú þróun kann að hafa á viðkvæmt vistkerfi svæðisins. Utanríkisráðherra og Rocard ræddu sérstaklega um hugsanlegar fiskiveiðar í Norður-Íshafi og hvernig best væri að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna á því hafsvæði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta