Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Aukin tækifæri í Norðlægu víddinni

Nordlaeg-vidd--oslo
Nordlaeg-vidd--oslo

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á það í ræðu sinni á ráðherrafundi Norðlægu víddarinnar (Northern Dimension) í Osló í dag, að ríkin ykju samstarf í endurnýjanlegri orku og orkusparnaði. Að sama skapi hugnaðist Íslendingum vel að áhersla væri lögð á norðurslóðir í starfinu.  Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og ríkja norðvestur Evrópu, Íslands, Noregs og Rússlands

Ráðherra sagði að Norðlæga víddin væri vettvangur til að vinna markvisst að verkefnum sem krefðust samvinnu og samráðs milli landanna. Ísland ætti afbragðsgott samband við Noreg, hefði hafið aðildarviðræður við Evrópusambandið og vildi styrkja tengslin við Rússland eins og fram hefði komið á fundi með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. Áfram væri brýnt að vinna að mörgum þeim áætlunum í umhverfisvernd sem hrint hafði verið í framkvæmd á síðustu árum en einnig á sviði flutninga, lýðheilsu og menningar. 

Auk utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Rússlands sátu utanríkisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar fundinn og fulltrúar margra annarra ríkja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta