Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opnað fyrir athugasemdir við kolefnisstefnu

EES
EES - Evrópska efnahagssvæðið

Almenningi og fyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu er nú gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um kolefnisstefnu sambandsins. Tillögurnar verða teknar til umfjöllunar hjá ráðherraráði ESB og Evrópuþinginu í vor og mun framkvæmdastjórnin í kjölfarið móta kolefnisstefnu ESB til 2050. Meðal þess sem kemur til skoðunar er hvort sambandið eigi að stefna að 20% eða 30% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020.

Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með gróðurhúsalofttegundir (ETS) í samræmi við EES-samninginn.

Framkvæmdastjórnin hefur lagt fram spurningalista fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frestur til að skila inn athugasemdum og tillögum er til 8. desember 2010.

Spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Nánar um samráðsferlið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta