Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2010 Matvælaráðuneytið

Upphafskvóti í síld ákveðinn 40.000 tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað að þessu sinni. Er það til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 15. október 2010.

Ákvörðunin er tekin í framhaldi af nýrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar þar sem lagt er til að heildaraflamark vertíðarinnar fari ekki yfir 40 þúsund tonn.

Ennfremur eru ítrekaðar nú breytingar á reglugerð frá 11. nóvember 2009 í þá veru að skylt er að færa allan afskurð sem fellur til við vinnslu síldarinnar um borð í fullvinnsluskipum í land. Sömuleiðis er áfram í gildi bann við að sleppa síld úr nót.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta